Tónheilun

17 January 2022 • 12:00 - 13:00
María Carrasco
María er dansari & sjúkraþjálfari sem sérhæfir sig í heildrænni kvenheilsu, andlegri & líkamlegri, tengt meðgöngu, fæðingu & tíðarhringrásinni. María er Yoga Nidra kennari & meðferðaraðili í höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð. Í sinni kennslu leggur María áherslu á að dýpka tengingu við líkama og sál í gegnum sjálfsást og valdeflingu og leiðir athafnir með dansi, líkömnun (e. embodyment), tónlist, hugleiðslum, djúpslökun og samhljómi.

Description

Tónheilun með Láru. Tíminn hefst á 100% hreinu súkkulaði. Tónheilun er ótrúlega áhrifarík leið til þess að slaka á & losa um uppsafnaða spennu. Líkaminn okkar er 70% vatn & tónarnir hreyfa við vatni líkamans. Tónheilun er byggð á þeirri hugmyndafræði að allt í heiminum sé búið til úr víbringi & að með tónheilun hreyfum við tíðni frumanna í líkamanum. Tónlist er svo dásamleg heilun & við þekkjum það flest hvernig tónlist getur haft áhrif á líðan okkar & skap. Lára notast við kristalskálar, trommur, söng & önnur hljóðfæri í sinni tónheilun.