Hádegisjóga
21 August 2023 •
12:00 - 13:00
Lára Rúnarsdóttir
Lára er eigandi MÓA studio er tónlistarkona, frumkvöðull & meðferðaraðili í höfuðbeina & spjaldhryggjarjöfnun. Lára er jógakennari, tónheilari & nemi í NA-Shamanisma. Hún er með meistaragráðu í kynjafræðum & er einn stofnanda KÍTÓN, félags kvenna í tónlist. Lára hefur gefið út 6 sólóplötur & fékk íslensku tónlistarverðlaunin fyrir lag sitt Altari árið 2020. Lára er annar meðlimur hljómsveitarinnar SILVRA, ásamt Arnari Guðjónssyni, en tónlist SILVRU er spiluð í Retreat Spa Bláa Lónsins. Lára leggur áherslu á jóga, sjálfsvirðingu, sjálfsmildi, valdeflingu, söng, spuna & líkamsvirðingu í sinni kennslu.
Description
Hefjum vikuna á að staldra við og finna hvar við erum stödd. Tengjum við einfaldleikann, þögnina & andardráttinn. Ferðumst inn í mjúka hreyfingu og teygjur og endum í gongslökun.
Við hefjum tímann á kakó eða móatei sem inngang að dýpri hlustun og næringu. Tíminn endar á djúpslökun með lifandi tónheilun
Við hefjum tímann á kakó eða móatei sem inngang að dýpri hlustun og næringu. Tíminn endar á djúpslökun með lifandi tónheilun