Jóga Nidra

10 January 2022 • 17:00 - 18:00
María Carrasco
María er dansari & sjúkraþjálfari sem sérhæfir sig í heildrænni kvenheilsu, andlegri & líkamlegri, tengt meðgöngu, fæðingu & tíðarhringrásinni. María er Yoga Nidra kennari & meðferðaraðili í höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð. Í sinni kennslu leggur María áherslu á að dýpka tengingu við líkama og sál í gegnum sjálfsást og valdeflingu og leiðir athafnir með dansi, líkömnun (e. embodyment), tónlist, hugleiðslum, djúpslökun og samhljómi.

Description

Jóga Nidra er leidd djúpslökun sem hjálpar líkamanum & huganum að ná ró & kyrrð & vinda ofan af streitu. Talað er um jóga nidra sem jógískan svefn eða ástand þar sem meðvitundin er vakandi á sama tíma & líkaminn & hugurinn fær hvíld. Mjög aðgengileg & áhrifrík iðkun sem hentar öllum. Jóga Nidra fer fram í liggjandi stöðu.
Tíminn hefst á 100% hreinu súkkulaði.