Samvera með áherslu á slökun (Nidra)
2 May 2022 •
17:15 - 18:15
Lára Rúnarsdóttir
Lára er eigandi MÓA studio er tónlistarkona, frumkvöðull & meðferðaraðili í höfuðbeina & spjaldhryggjarjöfnun. Lára er jógakennari, tónheilari & nemi í NA-Shamanisma. Hún er með meistaragráðu í kynjafræðum & er einn stofnanda KÍTÓN, félags kvenna í tónlist. Lára hefur gefið út 6 sólóplötur & fékk íslensku tónlistarverðlaunin fyrir lag sitt Altari árið 2020. Lára er annar meðlimur hljómsveitarinnar SILVRA, ásamt Arnari Guðjónssyni, en tónlist SILVRU er spiluð í Retreat Spa Bláa Lónsins. Lára leggur áherslu á jóga, sjálfsvirðingu, sjálfsmildi, valdeflingu, söng, spuna & líkamsvirðingu í sinni kennslu.
Description
Jóga Nidra er leidd djúpslökun sem hjálpar líkamanum og huganum að ná ró og kyrrð sem og að vinda ofan af streitu. Talað er um jóga nidra sem jógískan svefn eða ástand þar sem meðvitundin er vakandi á sama tíma og líkaminn og hugurinn fær hvíld. Mjög aðgengileg og áhrifrík iðkun sem hentar öllum. Jóga Nidra fer fram í liggjandi stöðu.
Tíminn hefst á 100% hreinu súkkulaði.
Tíminn hefst á 100% hreinu súkkulaði.