Samvera með áherslu á skrif
10 May 2022 •
12:00 - 13:00
Salvör Davíðsdóttir
Description
Frábær leið til þess að öðlast skýrleika er að skrifa. Frjáls og óritskoðuð skrif til þess að komast nær því hvað það er sem við viljum velja í lífinu. Tíminn hefst á hugleiðslu og léttum spuna æfingum til þess að tendra á sköpunarkraftinum og ögra hömlum & hugmyndum hugans. Einnig að skoða regluverkið innra með okkur með þeim ásetningi að opna hjartað & leyfa því að ráða för. Þaðan förum við inn í takmarkalaus skrif, hver og einn á sinn hátt, og endum í slökun. Við hefjum tímann á 100% hreinu kakó eða móate.