Gong Slökun

1 February 2022 • 17:00 - 18:00
Lára Rúnarsdóttir
Lára er eigandi MÓA studio er tónlistarkona, frumkvöðull & meðferðaraðili í höfuðbeina & spjaldhryggjarjöfnun. Lára er jógakennari, tónheilari & nemi í NA-Shamanisma. Hún er með meistaragráðu í kynjafræðum & er einn stofnanda KÍTÓN, félags kvenna í tónlist. Lára hefur gefið út 6 sólóplötur & fékk íslensku tónlistarverðlaunin fyrir lag sitt Altari árið 2020. Lára er annar meðlimur hljómsveitarinnar SILVRA, ásamt Arnari Guðjónssyni, en tónlist SILVRU er spiluð í Retreat Spa Bláa Lónsins. Lára leggur áherslu á jóga, sjálfsvirðingu, sjálfsmildi, valdeflingu, söng, spuna & líkamsvirðingu í sinni kennslu.

Description

Gongslökun er mjög áhrifarík leið til þess að losa um staðnaða orku og streitu. Talað er um að hljóðfærið stilli strengi líkamans og hreyfi við tíðni frumanna. Þegar spilað er á gong í virðingu og natni veiti það þeim sem það þiggja aðgang að djúpri heilun og endurnæringu. Gongslökun styrkir taugakerfið og hreinsar undirmeðvitundina. Tíminn hefst á 100% hreinu súkkulaði.
Tíminn er kenndur á ensku.