Möntrur

22 March 2023 • 17:00 - 18:00
María Carrasco
María er dansari & sjúkraþjálfari sem sérhæfir sig í heildrænni kvenheilsu, andlegri & líkamlegri, tengt meðgöngu, fæðingu & tíðarhringrásinni. María er Yoga Nidra kennari & meðferðaraðili í höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð. Í sinni kennslu leggur María áherslu á að dýpka tengingu við líkama og sál í gegnum sjálfsást og valdeflingu og leiðir athafnir með dansi, líkömnun (e. embodyment), tónlist, hugleiðslum, djúpslökun og samhljómi.

Description

Áhrif söngs er mikill á líkamann, taugakerfið, huga og anda. Mantra þýðir frelsi hugans og er ótrúlega öflug leið til þess að komast í hugleiðsluástand og ferðast handan takmarkana hugans, út úr áhyggjum og ótta og inn í æðruleysi og frelsi. Kyrjaðar verða frumsamdar möntrur ásamt möntrum frá öllum heimshornum. Við fáum tækfæri til að skoða okkar eigin hugsanamynstur sem og ferðumst út úr þeim í átt að meira frelsi. Við styðjumst einnig við spuna og aðrar raddæfingar. Tíminn hefst á kakó eða móa tei og endar á djúpslökun.