Jóga Nidra

25 October 2023 • 17:30 - 18:30
Kristjana Jokumsen

Description

Verið velkomin í jóga nidra!
Í upphafi hvers tíma er boðið upp á nærandi kakóbolla í núvitund með stuttri hugleiðslu, öndun og mjúkri hreyfingu.

Þaðan ferðumst við í kjarna tímans, inn í jóga nidra - leidda djúpslökun í liggjandi stöðu sem er ólík & einstök í hvert sinn.

Tónheilun er fléttað inn í nidruna, til að dýpka áhrif slökunar, vellíðunar, heilunar.

Hér gefst færi á að njóta síðdegisins í Móum í kyrrð, dýpt og endurnæringu - að koma heim í líkamann og tengjast hjartanu.