Fögnuður

23 December 2022 • 12:00 - 13:00
María Carrasco
María er dansari & sjúkraþjálfari sem sérhæfir sig í heildrænni kvenheilsu, andlegri & líkamlegri, tengt meðgöngu, fæðingu & tíðarhringrásinni. María er Yoga Nidra kennari & meðferðaraðili í höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð. Í sinni kennslu leggur María áherslu á að dýpka tengingu við líkama og sál í gegnum sjálfsást og valdeflingu og leiðir athafnir með dansi, líkömnun (e. embodyment), tónlist, hugleiðslum, djúpslökun og samhljómi.

Description

Hér heiðrum við áttirnar og vættirnar í ósk um vernd, frið og öryggi. Við tengjumst fögnuðinum, hver og einn á sinn hátt, óháð því hvar við erum stödd í lífinu. Alltaf er hægt að finna neista fögnuðar sem við sameinumst um fyrir dýpri tengsl og sterkari samhljóm. Tónlistin, kyrrðin og slökunin er aldrei langt undan. VIð hefjum stundina á kakóbolla eða móatei.