Samvera með áherslu á takt

12 May 2022 • 12:00 - 13:00
Lára Rúnarsdóttir
Lára er eigandi MÓA studio er tónlistarkona, frumkvöðull & meðferðaraðili í höfuðbeina & spjaldhryggjarjöfnun. Lára er jógakennari, tónheilari & nemi í NA-Shamanisma. Hún er með meistaragráðu í kynjafræðum & er einn stofnanda KÍTÓN, félags kvenna í tónlist. Lára hefur gefið út 6 sólóplötur & fékk íslensku tónlistarverðlaunin fyrir lag sitt Altari árið 2020. Lára er annar meðlimur hljómsveitarinnar SILVRA, ásamt Arnari Guðjónssyni, en tónlist SILVRU er spiluð í Retreat Spa Bláa Lónsins. Lára leggur áherslu á jóga, sjálfsvirðingu, sjálfsmildi, valdeflingu, söng, spuna & líkamsvirðingu í sinni kennslu.

Description

Hér heiðrum við áttirnar og vættirnar í ósk um vernd, frið og öryggi. Tromman leiðir okkur inn í leiðslu neistaflugs, heilun og einstakt ferðalag hverju sinni. Við munum skapa saman með trommum & hristum, hlusta í andakt á takt auk þess að tengjast okkar eigin taktslætti, samhljómi okkar á milli og tengingu við slátt jarðar. Finnum rúmið og friðinn þegar við föllum í sama takt. Hér er velkomið að koma með sínar eigin trommur og hristur en það verða líka hljóðfæri á staðnum.
Arnar Gíslason er með okkur fyrsta fim í mánuði þar sem við hönnum okkar eigið taktverk í leik og list.
Við hefjum stundina á hreinu kakó eða móatei og endum í slökun.