Morgunjóga

2 April 2024 • 08:30 - 09:30
Ástrós Erla
Ástrós Erla sameinar fræði jóga, félagsráðgjafar og heilunar í starfsemi sinni Lifeofaspirit. Hún leggur áherslu á að kenna einstaklingum og hópum ýmsar leiðir til að kynnast og bæta samband sitt við huga, líkama og sál. Með það að markmiði að hver einstaklingur öðlist hugarró, tengist líkama sínum og sál og komist nær því að upplifa vellíðan í öllum þáttum lífs síns.Í tímunum mun hún blanda saman jógafræðum um hugleiðslu, hreyfingu, öndun og slökun með sérstaka áherslu á að einstaklingar fái tækifæri að tengjast huga, líkama og sál.

Description

Við eigum það til í hraða samfélagsins að hreyfa okkur af mikilli ákefð. Stundum þannig að við hunsum merki líkamans og förum yfir mörk hans. Í morgunjóga æfum við okkur að hlusta á, virða og elska líkamann eins og hann er. Þannig þjálfum við betri tengsl við hann í allri iðju og iðkun sem við tökum okkur fyrir hendur. Við styðjumst við hugleiðslu, öndunaræfingar, mjúka hreyfingu, úthaldsæfingar, slökun og möntrusöng. Við hefjum tímann á 100% hreinu kakó eða móate sem inngang að dýpri hlustun og næringu.