Hreyfiflæði
3 April 2024 •
17:00 - 18:00
María Carrasco
María er dansari & sjúkraþjálfari sem sérhæfir sig í heildrænni kvenheilsu, andlegri & líkamlegri, tengt meðgöngu, fæðingu & tíðarhringrásinni. María er Yoga Nidra kennari & meðferðaraðili í höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð. Í sinni kennslu leggur María áherslu á að dýpka tengingu við líkama og sál í gegnum sjálfsást og valdeflingu og leiðir athafnir með dansi, líkömnun (e. embodyment), tónlist, hugleiðslum, djúpslökun og samhljómi.
Description
Í tímunum gefst okkur færi á að rækta líkamann, kyrra hugann og upplifa djúpa og endurnærandi hvíld.
Við hefjum tímann á því að
lenda og hugleiða. Í leiddu hreyfiflæði hitum við og opnum líkamann, losum um spennu og liðkum bandvef og vöðva með jógaæfingum og dýnamískum teygjum. Í krafti eða mildi stýrir hvert og eitt ákefð. Tónlist gefur takt og styður við innri tengingu.
Við endum tímann á djúpslökun og tónheilun.
Við hefjum tímann á því að
lenda og hugleiða. Í leiddu hreyfiflæði hitum við og opnum líkamann, losum um spennu og liðkum bandvef og vöðva með jógaæfingum og dýnamískum teygjum. Í krafti eða mildi stýrir hvert og eitt ákefð. Tónlist gefur takt og styður við innri tengingu.
Við endum tímann á djúpslökun og tónheilun.