Jóga & Tónheilun
13 May 2024 •
12:00 - 13:00
Lára Rúnarsdóttir
Lára er eigandi MÓA studio er tónlistarkona, frumkvöðull & meðferðaraðili í höfuðbeina & spjaldhryggjarjöfnun. Lára er jógakennari, tónheilari & nemi í NA-Shamanisma. Hún er með meistaragráðu í kynjafræðum & er einn stofnanda KÍTÓN, félags kvenna í tónlist. Lára hefur gefið út 6 sólóplötur & fékk íslensku tónlistarverðlaunin fyrir lag sitt Altari árið 2020. Lára er annar meðlimur hljómsveitarinnar SILVRA, ásamt Arnari Guðjónssyni, en tónlist SILVRU er spiluð í Retreat Spa Bláa Lónsins. Lára leggur áherslu á jóga, sjálfsvirðingu, sjálfsmildi, valdeflingu, söng, spuna & líkamsvirðingu í sinni kennslu.
Description
Í QiFlow tímunum nýtum við austurlenska þekkingu til þess að hjálpa okkur að tengja inn á við og halda eða öðlast meira jafnvægi. Tímarnir byrja í ró með kakóbolla en þaðan færum við okkur í hreyfandi hugleiðslu og nýtum líkamann og ásetning til að losa um staðnaða orku með flæðandi hreyfingum.
Stuðst er við qigong, hugleiðslu, öndunaræfingar og QiFlow sem eru nokkurskonar endurteknar flæðandi hreyfingar. Einnig fléttast austurlensk fræði inn í tímana með þrýstipunktum, sjálfsnuddi og hljóðlosun ásamt fleiru sem hjálpar til að öðlast jafnvægi. Tíminn endar á slökun og tónheilun.
Stuðst er við qigong, hugleiðslu, öndunaræfingar og QiFlow sem eru nokkurskonar endurteknar flæðandi hreyfingar. Einnig fléttast austurlensk fræði inn í tímana með þrýstipunktum, sjálfsnuddi og hljóðlosun ásamt fleiru sem hjálpar til að öðlast jafnvægi. Tíminn endar á slökun og tónheilun.