Jóga & Tónheilun
20 May 2024 •
12:00 - 13:00
María Carrasco
María er dansari & sjúkraþjálfari sem sérhæfir sig í heildrænni kvenheilsu, andlegri & líkamlegri, tengt meðgöngu, fæðingu & tíðarhringrásinni. María er Yoga Nidra kennari & meðferðaraðili í höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð. Í sinni kennslu leggur María áherslu á að dýpka tengingu við líkama og sál í gegnum sjálfsást og valdeflingu og leiðir athafnir með dansi, líkömnun (e. embodyment), tónlist, hugleiðslum, djúpslökun og samhljómi.
Description
Í QiFlow tímunum nýtum við austurlenska þekkingu til þess að hjálpa okkur að tengja inn á við og halda eða öðlast meira jafnvægi. Tímarnir byrja í ró með kakóbolla en þaðan færum við okkur í hreyfandi hugleiðslu og nýtum líkamann og ásetning til að losa um staðnaða orku með flæðandi hreyfingum.
Stuðst er við qigong, hugleiðslu, öndunaræfingar og QiFlow sem eru nokkurskonar endurteknar flæðandi hreyfingar. Einnig fléttast austurlensk fræði inn í tímana með þrýstipunktum, sjálfsnuddi og hljóðlosun ásamt fleiru sem hjálpar til að öðlast jafnvægi. Tíminn endar á slökun og tónheilun.
Stuðst er við qigong, hugleiðslu, öndunaræfingar og QiFlow sem eru nokkurskonar endurteknar flæðandi hreyfingar. Einnig fléttast austurlensk fræði inn í tímana með þrýstipunktum, sjálfsnuddi og hljóðlosun ásamt fleiru sem hjálpar til að öðlast jafnvægi. Tíminn endar á slökun og tónheilun.