Kakókraftur
15 July 2024 •
12:00 - 13:00
María Carrasco
María er dansari & sjúkraþjálfari sem sérhæfir sig í heildrænni kvenheilsu, andlegri & líkamlegri, tengt meðgöngu, fæðingu & tíðarhringrásinni. María er Yoga Nidra kennari & meðferðaraðili í höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð. Í sinni kennslu leggur María áherslu á að dýpka tengingu við líkama og sál í gegnum sjálfsást og valdeflingu og leiðir athafnir með dansi, líkömnun (e. embodyment), tónlist, hugleiðslum, djúpslökun og samhljómi.
Description
Skemmtilegar og fjölbreyttar jógaæfingar með öndun, möntrum og dansi. Djúp hlustun og tenging við líkamann, leikgleðina og kraftinn innra. Hver fylgir sínum takti.
Í kakókrafti er áhersla lögð á að finna frelsið í hreyfingum, losa um spennu, bæta liðleika og úthald og efla tengsl við líkamann.
Tíminn hefst á hugleiðslu með kakó og íslensku jurtate og endar á slökun.
Í kakókrafti er áhersla lögð á að finna frelsið í hreyfingum, losa um spennu, bæta liðleika og úthald og efla tengsl við líkamann.
Tíminn hefst á hugleiðslu með kakó og íslensku jurtate og endar á slökun.