Morgunjóga
8 August 2024 •
08:30 - 09:30
Inga Birna Ársælsdóttir
Inga Birna er jógakennari & nemi í NA- Shamanisma, ásamt því að vera með réttindi til styrktar & næringaþjálfunar. Hún var fyrst íslenskra kvenna til að hljóta svarta beltið í Brazilísku jiu jitsu (BJJ) & starfar sem yfirþjálfari þess starfs hjá Reykjavík MMA. Hún hefur alla tíð lagt mikla áherslu á andlega & líkamlega rækt.
Description
Við eigum það til í hraða samfélagsins að hreyfa okkur af mikilli ákefð. Stundum þannig að við hunsum merki líkamans og förum yfir mörk hans. Í samveru með áherslu á líkamann æfum við okkur að hlusta á, virða og elska líkamann eins og hann er. Þannig þjálfum við betri tengsl við hann í allri iðju og iðkun sem við tökum okkur fyrir hendur. Við styðjumst við hugleiðslu, öndunaræfingar, mjúka hreyfingu, úthaldsæfingar, slökun og möntrusöng. Við hefjum tímann á 100% hreinu kakó eða móate sem inngang að dýpri hlustun og næringu.