Möntrur
25 July 2023 •
12:00 - 13:00
Inga Birna Ársælsdóttir
Inga Birna er jógakennari & nemi í NA- Shamanisma, ásamt því að vera með réttindi til styrktar & næringaþjálfunar. Hún var fyrst íslenskra kvenna til að hljóta svarta beltið í Brazilísku jiu jitsu (BJJ) & starfar sem yfirþjálfari þess starfs hjá Reykjavík MMA. Hún hefur alla tíð lagt mikla áherslu á andlega & líkamlega rækt.
Description
Áhrif söngs er mikill á líkamann, taugakerfið, huga og anda. Mantra þýðir frelsi hugans og er ótrúlega öflug leið til þess að komast í hugleiðsluástand og ferðast handan takmarkana hugans, út úr áhyggjum og ótta og inn í æðruleysi og frelsi. Kyrjaðar verða frumsamdar möntrur ásamt möntrum frá öllum heimshornum. Við fáum tækfæri til að skoða okkar eigin hugsanamynstur sem og ferðumst út úr þeim í átt að meira frelsi. Við styðjumst einnig við spuna og aðrar raddæfingar. Tíminn hefst á kakó eða móa tei og endar á djúpslökun.