Jóga Nidra Waitlist

30 January 2024 • 12:00 - 13:00
Lára Rúnarsdóttir
Lára er eigandi MÓA studio er tónlistarkona, frumkvöðull & meðferðaraðili í höfuðbeina & spjaldhryggjarjöfnun. Lára er jógakennari, tónheilari & nemi í NA-Shamanisma. Hún er með meistaragráðu í kynjafræðum & er einn stofnanda KÍTÓN, félags kvenna í tónlist. Lára hefur gefið út 6 sólóplötur & fékk íslensku tónlistarverðlaunin fyrir lag sitt Altari árið 2020. Lára er annar meðlimur hljómsveitarinnar SILVRA, ásamt Arnari Guðjónssyni, en tónlist SILVRU er spiluð í Retreat Spa Bláa Lónsins. Lára leggur áherslu á jóga, sjálfsvirðingu, sjálfsmildi, valdeflingu, söng, spuna & líkamsvirðingu í sinni kennslu.

Description

Í þessum tíma er lögð áhersla á að finna meðvitund um eigin líkama og líðan og markmiðið er að ná djúpri slökun. Í byrjun hvers tíma er boðið upp á cacao eða te og athyglinni og öndun beint að líkamstöðum sem opna og hreyfa við orkuflæði líkamans. Við slökum á inní stöðurnar og öðlumst um leið meðvitund um eigin líðan og tilfinningar. Síðan er leidd liggjandi djúpslökun þar sem gefst tækifæri til þess að sleppa takinu á því sem við þurfum ekki lengur og með eftirgjöf er hægt að næra líkamann með nýrri orku. Spilað verður á Gong og kristalskálar í slökuninni.