Mjúkt Jóga & Möntrur

6 February 2024 • 17:30 - 18:30
Lára Rúnarsdóttir
Lára er eigandi MÓA studio er tónlistarkona, frumkvöðull & meðferðaraðili í höfuðbeina & spjaldhryggjarjöfnun. Lára er jógakennari, tónheilari & nemi í NA-Shamanisma. Hún er með meistaragráðu í kynjafræðum & er einn stofnanda KÍTÓN, félags kvenna í tónlist. Lára hefur gefið út 6 sólóplötur & fékk íslensku tónlistarverðlaunin fyrir lag sitt Altari árið 2020. Lára er annar meðlimur hljómsveitarinnar SILVRA, ásamt Arnari Guðjónssyni, en tónlist SILVRU er spiluð í Retreat Spa Bláa Lónsins. Lára leggur áherslu á jóga, sjálfsvirðingu, sjálfsmildi, valdeflingu, söng, spuna & líkamsvirðingu í sinni kennslu.

Description

Tíminn hefst á 100% hreinu súkkulaði þar sem við stillum okkur inn á við og leyfum kakóplöntunni að umvefja okkur og leiðbeina. Eftir það taka við mjúkar en áhrifaríkar jógaæfingar sem undirbúa röddina og líkamann fyrir möntrusöng. Möntrusöngur er mjög áhrifarík iðkun til að finna fyrir meiri vellíðan og upplifa samhljóm. Iðkendur kynnast og læra inn á eigin rödd í gegnum aldagamla texta á Sanskrit og stundum íslensku. Í samsköpun verður til einstakt rými þar sem möntrusöngurinn fær að hreyfa mjúklega við staðnaðri orku og losa um stíflur í líkama og taugakerfi. Tíminn endar á stuttri slökun.