Tónheilun
1 August 2024 •
12:00 - 13:00
María Carrasco
María er dansari & sjúkraþjálfari sem sérhæfir sig í heildrænni kvenheilsu, andlegri & líkamlegri, tengt meðgöngu, fæðingu & tíðarhringrásinni. María er Yoga Nidra kennari & meðferðaraðili í höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð. Í sinni kennslu leggur María áherslu á að dýpka tengingu við líkama og sál í gegnum sjálfsást og valdeflingu og leiðir athafnir með dansi, líkömnun (e. embodyment), tónlist, hugleiðslum, djúpslökun og samhljómi.
Description
Hefjum stundina á hugleiðslu með kakó og íslensku jurtate. Þaðan verður leitt inn í tengingu við líkamann, mjúka hreyfingu með rödd. Við virkjum röddina okkar sem er áhrifamesta hljóðfærið til tónheilunar.
Þaðan verður ferðast inn í liggjandi stöðu og slökun þar sem boðið verður upp á trommuleiðslu, gong, tónskálar og chimes ásamt rödd Láru.
Tónheilun er ótrúlega áhrifarík leið til þess að slaka á og losa um uppsafnaða spennu. Líkaminn okkar er 70% vatn og tónarnir hreyfa við vatni líkamans. Við ferðumst inn að skinni, inn að beini og hreyfum við því sem liggur í dvala og leyni. Tónheilun er byggð á þeirri hugmyndafræði að allt í heiminum sé búið til úr víbringi og að með tónheilun hreyfum við tíðni frumanna í líkamanum.
Þaðan verður ferðast inn í liggjandi stöðu og slökun þar sem boðið verður upp á trommuleiðslu, gong, tónskálar og chimes ásamt rödd Láru.
Tónheilun er ótrúlega áhrifarík leið til þess að slaka á og losa um uppsafnaða spennu. Líkaminn okkar er 70% vatn og tónarnir hreyfa við vatni líkamans. Við ferðumst inn að skinni, inn að beini og hreyfum við því sem liggur í dvala og leyni. Tónheilun er byggð á þeirri hugmyndafræði að allt í heiminum sé búið til úr víbringi og að með tónheilun hreyfum við tíðni frumanna í líkamanum.