FÖGNUÐUR

4 October 2024 • 12:00 - 13:00
María Carrasco
María er dansari & sjúkraþjálfari sem sérhæfir sig í heildrænni kvenheilsu, andlegri & líkamlegri, tengt meðgöngu, fæðingu & tíðarhringrásinni. María er Yoga Nidra kennari & meðferðaraðili í höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð. Í sinni kennslu leggur María áherslu á að dýpka tengingu við líkama og sál í gegnum sjálfsást og valdeflingu og leiðir athafnir með dansi, líkömnun (e. embodyment), tónlist, hugleiðslum, djúpslökun og samhljómi.

Description

Hér heiðrum við áttirnar og vættina og biðjum fyrir vernd, friði og öryggi. Við tengjumst fögnuðinum, hver og einn á sinn hátt, sama hvar við erum stödd í lífinu. Tónlistin, kyrrðin og slökunin er aldrei langt undan. Við hefjum stundina á kakóbolla eða móatei.