YIN YOGA

5 September 2024 • 17:30 - 18:45
Kristjana Jokumsen

Description

Í Yin yoga tímunum er leitt inn í teygjur nálægt gólfi, þar sem miðað er við að ná að slaka vel á í stöðunni og halda henni kyrrð í 2-3 mínútur. Í hverri stöðu gefst tækifæri til að opna í stutta hugleiðslu og kennslan er tvinnuð við grunnatriði núvitundar. Iðkunin skapar djúpa hlustun á líkamann og hans mörk, því öll nálgun er út frá mildi og virðingu við eigin skynjun - að treysta sér og þjálfa að velja það sem virkar vel fyrir sig. Í Yin yoga getur losnað um staðnaða orku og tilfinningar, létt á spennu og opnað fyrir flæði.
Í upphafi tímans er boðið upp á kakó/te og slökun í lokin.