DANS & SLÖKUN
12 May 2025 •
16:20 - 17:30
María Carrasco
María er dansari & sjúkraþjálfari sem sérhæfir sig í heildrænni kvenheilsu, andlegri & líkamlegri, tengt meðgöngu, fæðingu & tíðarhringrásinni. María er Yoga Nidra kennari & meðferðaraðili í höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð. Í sinni kennslu leggur María áherslu á að dýpka tengingu við líkama og sál í gegnum sjálfsást og valdeflingu og leiðir athafnir með dansi, líkömnun (e. embodyment), tónlist, hugleiðslum, djúpslökun og samhljómi.
Description
Við hefjum stundina á hugleiðslu og öndun, með hreinu kakói og íslensku jurtate.
DANS: Virkjum lífsorkuna og tengjumst líkamanum. Upphitun þar sem við liðkum og losum um líkamann. Þaðan ferðumst við inn í dans / hreyfiflæði með tónlist, inn í blöndu af leiddum æfingum og frjálsu flæði. Áhersla er á að fólk hlusti á sinn líkama og finni sitt flæði í hreyfingunni.
SLÖKUN: Í lok tímans býðst fólki að leggjast niður í endurnærandi jóga nidra og/eða tónheilun. Djúpslökun, kyrrð og ró.
DANS: Virkjum lífsorkuna og tengjumst líkamanum. Upphitun þar sem við liðkum og losum um líkamann. Þaðan ferðumst við inn í dans / hreyfiflæði með tónlist, inn í blöndu af leiddum æfingum og frjálsu flæði. Áhersla er á að fólk hlusti á sinn líkama og finni sitt flæði í hreyfingunni.
SLÖKUN: Í lok tímans býðst fólki að leggjast niður í endurnærandi jóga nidra og/eða tónheilun. Djúpslökun, kyrrð og ró.