DANS & SLÖKUN Cancelled

19 May 2025 • 16:20 - 17:30
Lára Rúnarsdóttir
Lára er eigandi MÓA studio er tónlistarkona, frumkvöðull & meðferðaraðili í höfuðbeina & spjaldhryggjarjöfnun. Lára er jógakennari, tónheilari & nemi í NA-Shamanisma. Hún er með meistaragráðu í kynjafræðum & er einn stofnanda KÍTÓN, félags kvenna í tónlist. Lára hefur gefið út 6 sólóplötur & fékk íslensku tónlistarverðlaunin fyrir lag sitt Altari árið 2020. Lára er annar meðlimur hljómsveitarinnar SILVRA, ásamt Arnari Guðjónssyni, en tónlist SILVRU er spiluð í Retreat Spa Bláa Lónsins. Lára leggur áherslu á jóga, sjálfsvirðingu, sjálfsmildi, valdeflingu, söng, spuna & líkamsvirðingu í sinni kennslu.

Description

Við hefjum stundina á hugleiðslu og öndun, með hreinu kakói og íslensku jurtate.

DANS: Virkjum lífsorkuna og tengjumst líkamanum. Upphitun þar sem við liðkum og losum um líkamann. Þaðan ferðumst við inn í dans / hreyfiflæði með tónlist, inn í blöndu af leiddum æfingum og frjálsu flæði. Áhersla er á að fólk hlusti á sinn líkama og finni sitt flæði í hreyfingunni.

SLÖKUN: Í lok tímans býðst fólki að leggjast niður í endurnærandi jóga nidra og/eða tónheilun. Djúpslökun, kyrrð og ró.