SLÖKUN

14 June 2025 • 11:00 - 12:00
María Carrasco
María er dansari & sjúkraþjálfari sem sérhæfir sig í heildrænni kvenheilsu, andlegri & líkamlegri, tengt meðgöngu, fæðingu & tíðarhringrásinni. María er Yoga Nidra kennari & meðferðaraðili í höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð. Í sinni kennslu leggur María áherslu á að dýpka tengingu við líkama og sál í gegnum sjálfsást og valdeflingu og leiðir athafnir með dansi, líkömnun (e. embodyment), tónlist, hugleiðslum, djúpslökun og samhljómi.

Description

Hugleiðsla, mjúk hreyfing, djúpslökun, tónheilun og tenging. Ferðumst með andardrættinum inn í kyrrðina. Stundin hefst á kakóbolla eða móatei.