Dans flæði

27 September 2023 • 16:20 - 17:15
María Carrasco
María er dansari & sjúkraþjálfari sem sérhæfir sig í heildrænni kvenheilsu, andlegri & líkamlegri, tengt meðgöngu, fæðingu & tíðarhringrásinni. María er Yoga Nidra kennari & meðferðaraðili í höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð. Í sinni kennslu leggur María áherslu á að dýpka tengingu við líkama og sál í gegnum sjálfsást og valdeflingu og leiðir athafnir með dansi, líkömnun (e. embodyment), tónlist, hugleiðslum, djúpslökun og samhljómi.

Description

Dans flæði býður upp á leiðangur sjálfþekkingar - fyrir útrás og innsæi - þar sem við leyfum tónlistinni að hreyfa við okkur, líkamanum að vinda ofan af því sem er flækt, endurheimta það sem var gleymt og uppgötva það sem áður var hulið.

Tækifæri til að tengja við eðlið sem býr dýpra og vera nákvæmlega eins og við erum. Opna á sakleysi, forvitni og ævintýri. Leik og einlægni. Hvert á sinn einstaka hátt.

Uppbygging tíma:
- Kakó/te og lenda í sér
- Mild líkamsæfing
- Tónlist og frjáls hreyfing
- Slökun og tónheilun