Sjálfsheilun
4 February 2024 •
11:00 - 12:00
Ástrós Erla
Ástrós Erla sameinar fræði jóga, félagsráðgjafar og heilunar í starfsemi sinni Lifeofaspirit. Hún leggur áherslu á að kenna einstaklingum og hópum ýmsar leiðir til að kynnast og bæta samband sitt við huga, líkama og sál. Með það að markmiði að hver einstaklingur öðlist hugarró, tengist líkama sínum og sál og komist nær því að upplifa vellíðan í öllum þáttum lífs síns.Í tímunum mun hún blanda saman jógafræðum um hugleiðslu, hreyfingu, öndun og slökun með sérstaka áherslu á að einstaklingar fái tækifæri að tengjast huga, líkama og sál.
Description
Í tímanum Sjálfsheilun lærum við einfaldar aðferðir til að vinna með orkulíkama okkar sem stuðla að bættri andlegri og líkamlegri heilsu. Við notumst við mjúkar æfingar sem eiga það allar sameiginlegt að koma af stað hreyfingu á kerfi líkamans. Með því að læra að hlusta á efnis og orkulíkama okkar, t.d. hugsanir, tilfinningar, upplifanir, fáum við tækifæri til að læra ennþá betur á okkur sjálf og hvernig líkamar okkar tjá sig við okkur og æfum okkur í að framfylgja óskum líkamans.