Sjálfsheilun
18 February 2024 •
11:00 - 12:00
Lára Rúnarsdóttir
Lára er eigandi MÓA studio er tónlistarkona, frumkvöðull & meðferðaraðili í höfuðbeina & spjaldhryggjarjöfnun. Lára er jógakennari, tónheilari & nemi í NA-Shamanisma. Hún er með meistaragráðu í kynjafræðum & er einn stofnanda KÍTÓN, félags kvenna í tónlist. Lára hefur gefið út 6 sólóplötur & fékk íslensku tónlistarverðlaunin fyrir lag sitt Altari árið 2020. Lára er annar meðlimur hljómsveitarinnar SILVRA, ásamt Arnari Guðjónssyni, en tónlist SILVRU er spiluð í Retreat Spa Bláa Lónsins. Lára leggur áherslu á jóga, sjálfsvirðingu, sjálfsmildi, valdeflingu, söng, spuna & líkamsvirðingu í sinni kennslu.
Description
Í tímanum Sjálfsheilun lærum við einfaldar aðferðir til að vinna með orkulíkama okkar sem stuðla að bættri andlegri og líkamlegri heilsu. Við notumst við mjúkar æfingar sem eiga það allar sameiginlegt að koma af stað hreyfingu á kerfi líkamans. Með því að læra að hlusta á efnis og orkulíkama okkar, t.d. hugsanir, tilfinningar, upplifanir, fáum við tækifæri til að læra ennþá betur á okkur sjálf og hvernig líkamar okkar tjá sig við okkur og æfum okkur í að framfylgja óskum líkamans.