Opinn tími við Helgufoss

24 August 2023 • 17:30 - 18:30
María Carrasco
María er dansari & sjúkraþjálfari sem sérhæfir sig í heildrænni kvenheilsu, andlegri & líkamlegri, tengt meðgöngu, fæðingu & tíðarhringrásinni. María er Yoga Nidra kennari & meðferðaraðili í höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð. Í sinni kennslu leggur María áherslu á að dýpka tengingu við líkama og sál í gegnum sjálfsást og valdeflingu og leiðir athafnir með dansi, líkömnun (e. embodyment), tónlist, hugleiðslum, djúpslökun og samhljómi.

Description

Opinn tími MÓA stúdíó við Helgufoss.

Hvað er betra en að sitja úti í Móa með nærandi kakóbollann, finna lyktina af lynginu og heyra hljóminn í fossinum?

Við hittumst kl. 17:30 við Helgufoss í Mosfellsdal og njótum sólarinnar í fallega síðsumrinu:

Hittumst í hring og hugleiðum.
Skálum í ilmandi kakóbolla.
Opnum raddirnar í hljómi.
Ferðumst í mjúkt hreyfiflæði.
Slökum og endurnærumst með jóga nidra.

Þau sem vilja enda á fossadýfu geta tekið með handklæði & sundföt.

Gott að taka með:
Bolla fyrir kakó,vatnsflösku, teppi, handklæði/sundföt.

Skráning hér á síðunni.

Tími & staðsetning:
17:30-18:30 fimmtudaginn 24.ágúst

64°10'49.6"N 21°31'59.6"W
https://goo.gl/maps/RVj1iHrezdzxLf1p9

Við hlökkum til að sjá ykkur,

Lára & María