Yin & GONG

26 August 2025 • 12:00 - 13:00
Lára Rúnarsdóttir
Lára er eigandi MÓA studio er tónlistarkona, frumkvöðull & meðferðaraðili í höfuðbeina & spjaldhryggjarjöfnun. Lára er jógakennari, tónheilari & nemi í NA-Shamanisma. Hún er með meistaragráðu í kynjafræðum & er einn stofnanda KÍTÓN, félags kvenna í tónlist. Lára hefur gefið út 6 sólóplötur & fékk íslensku tónlistarverðlaunin fyrir lag sitt Altari árið 2020. Lára er annar meðlimur hljómsveitarinnar SILVRA, ásamt Arnari Guðjónssyni, en tónlist SILVRU er spiluð í Retreat Spa Bláa Lónsins. Lára leggur áherslu á jóga, sjálfsvirðingu, sjálfsmildi, valdeflingu, söng, spuna & líkamsvirðingu í sinni kennslu.

Description

Qigong er ævafornt heilsukerfi sem má lýsa sem hreyfandi hugleiðslu.
Í tímanum nýtum við hugleiðslu, hugleiðingu, núvitund, öndunaræfingar og mjúkar hreyfingar sem undirbúning fyrir dýpri tengingu innávið sem qigong býður upp á. Einfaldar qigong hreyfingar og stöður eru endurteknar nokkrum sinnum til þess að komast í hugleiðsluástand, róa taugakerfi og losa um staðnaða orku. Þar fáum við tækifæri til þess að sjá, skynja og mæta því sem kemur upp og efla tengingu við sjálfið og heildina.
Við lokum tímanum með gongheilun og öðrum ljúfum tónum.
Stundin hefst á 100% hreinu kakói og móate.