JÓGA NIDRA
15 September 2025 •
12:00 - 13:00
Lára Rúnarsdóttir
Lára er eigandi MÓA studio er tónlistarkona, frumkvöðull & meðferðaraðili í höfuðbeina & spjaldhryggjarjöfnun. Lára er jógakennari, tónheilari & nemi í NA-Shamanisma. Hún er með meistaragráðu í kynjafræðum & er einn stofnanda KÍTÓN, félags kvenna í tónlist. Lára hefur gefið út 6 sólóplötur & fékk íslensku tónlistarverðlaunin fyrir lag sitt Altari árið 2020. Lára er annar meðlimur hljómsveitarinnar SILVRA, ásamt Arnari Guðjónssyni, en tónlist SILVRU er spiluð í Retreat Spa Bláa Lónsins. Lára leggur áherslu á jóga, sjálfsvirðingu, sjálfsmildi, valdeflingu, söng, spuna & líkamsvirðingu í sinni kennslu.
Description
Í upphafi stundarinnar er boðið upp á 100% hreint kakó og íslenskt jurtate. Við lendum með hugleiðslu og mjúkri hreyfingu. Þaðan býðst fólki að leggjast niður fyrir Jóga nidra, inn í leidda djúpslökun og tónheilun. Hver tími er einstakur og leiddur í djúpri hlustun við hópinn. Kyrrð, innri tenging, endurnæring og tenging við náttúruna er rauður þráður í tímunum.