DRAUMFERÐ

25 September 2025 • 12:00 - 13:00
María Carrasco
María er dansari & sjúkraþjálfari sem sérhæfir sig í heildrænni kvenheilsu, andlegri & líkamlegri, tengt meðgöngu, fæðingu & tíðarhringrásinni. María er Yoga Nidra kennari & meðferðaraðili í höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð. Í sinni kennslu leggur María áherslu á að dýpka tengingu við líkama og sál í gegnum sjálfsást og valdeflingu og leiðir athafnir með dansi, líkömnun (e. embodyment), tónlist, hugleiðslum, djúpslökun og samhljómi.

Description

Draumferð er ferðalag inn á við.

Við hefjum tímann á því að kalla inn áttirnar, vernd og vætti og gæðum okkur á 100% kakói eða íslensku jurtatei.

Í gegnum leiðsögn, trommuslátt og hugleiðslu leggjum við af stað í draumferð, innra ferðalag þar sem innsæi, viska og tenging við andlega veröld opnast.

Draumferðin er verkfæri til að hlusta – ekki með eyrunum, heldur hjartanu.

Tíminn hentar öllum þeim sem vilja staldra við, dýpka tengslin við eigin visku og opna fyrir nýja sýn.

Tíminn endar á slökun.