DRAUMFERÐ

16 October 2025 • 12:00 - 13:00
Lára Rúnarsdóttir
Lára er eigandi MÓA studio er tónlistarkona, frumkvöðull & meðferðaraðili í höfuðbeina & spjaldhryggjarjöfnun. Lára er jógakennari, tónheilari & nemi í NA-Shamanisma. Hún er með meistaragráðu í kynjafræðum & er einn stofnanda KÍTÓN, félags kvenna í tónlist. Lára hefur gefið út 6 sólóplötur & fékk íslensku tónlistarverðlaunin fyrir lag sitt Altari árið 2020. Lára er annar meðlimur hljómsveitarinnar SILVRA, ásamt Arnari Guðjónssyni, en tónlist SILVRU er spiluð í Retreat Spa Bláa Lónsins. Lára leggur áherslu á jóga, sjálfsvirðingu, sjálfsmildi, valdeflingu, söng, spuna & líkamsvirðingu í sinni kennslu.

Description

Draumferð er ferðalag inn á við.

Við hefjum tímann á því að kalla inn áttirnar, vernd og vætti og gæðum okkur á 100% kakói eða íslensku jurtatei.

Í gegnum leiðsögn, trommuslátt og hugleiðslu leggjum við af stað í draumferð, innra ferðalag þar sem innsæi, viska og tenging við andlega veröld opnast.

Draumferðin er verkfæri til að hlusta – ekki með eyrunum, heldur hjartanu.

Tíminn hentar öllum þeim sem vilja staldra við, dýpka tengslin við eigin visku og opna fyrir nýja sýn.

Tíminn endar á slökun.