GONG SLÖKUN

26 February 2025 • 17:00 - 18:00
Lára Rúnarsdóttir
Lára er eigandi MÓA studio er tónlistarkona, frumkvöðull & meðferðaraðili í höfuðbeina & spjaldhryggjarjöfnun. Lára er jógakennari, tónheilari & nemi í NA-Shamanisma. Hún er með meistaragráðu í kynjafræðum & er einn stofnanda KÍTÓN, félags kvenna í tónlist. Lára hefur gefið út 6 sólóplötur & fékk íslensku tónlistarverðlaunin fyrir lag sitt Altari árið 2020. Lára er annar meðlimur hljómsveitarinnar SILVRA, ásamt Arnari Guðjónssyni, en tónlist SILVRU er spiluð í Retreat Spa Bláa Lónsins. Lára leggur áherslu á jóga, sjálfsvirðingu, sjálfsmildi, valdeflingu, söng, spuna & líkamsvirðingu í sinni kennslu.

Description

Í þessum tíma komum við heim í líkamann okkar með öndun og gong slökun og gefum líkamanum færi á að hlaða sig í öruggu rými Móa.
Við hefjum stundina á sitjandi hugleiðslu með kakó eða íslensku jurtatei við hönd og hjarta. Þaðan ferðumst við inn í heim hljóða og öndunar til að virkja innri krafta líkamans. Í kjölfarið er í boði að leggjast niður á dýnuna og njóta slökunar undir titringi gongsins sem hefur þann einstaka eiginleika að jafna orku líkamans.
Tónar gongsins hreyfa við vatni líkamans og þar með öllum frumum líkamans. Rannsóknir sýna að 20 mínútna gong slökun getur aukið taugaleiðni, nært frumur og minnkað bólgur.
Vertu velkomið!