DANS & FLÆÐI

3 September 2025 • 16:20 - 17:15
Unnur Elisabet Gunnarsdottir

Description

Dans og Flæði:
Tíminn sameinar flæðandi yogaæfingar, kröftugar öndunaræfingar og spunadans. Hér lærir þú að tengjast líkamanum á nýjan hátt og njóta ánægjunnar af því að hreyfa þig – án þess að þurfa nokkra dansreynslu.

Þú færð frelsi til að fylgja þinni eigin leið í gegnum leiðbeiningar kennarans, á þinn hátt og í þínu flæði.

Áherslan er á að efla styrk, liðleika og ímyndunaraflið, losa um spennu, virkja sprengikraftinn og skapa sátt í eigin líkama – allt í öruggu og nærandi andrúmslofti.

Hér er allt leyfilegt – ekkert er rétt eða rangt.
Tíminn endar á möntrusöng, hugleiðslu og djúpri slökun.

Í lokin er boðið upp á kakó og te.