YIN & GONG

20 January 2026 • 12:00 - 13:00
Kristjana Jokumsen
15 spots available

Description

Við hefjum stundina á 100% hreinu kakói og móate, ásamt hugleiðslu og íhugun dagsins.
Þar á eftir taka við öndunaræfingar og qigong hreyfingar sem styrkja orkuflæðið, róa taugakerfið og dýpka tengingu við núið. Þannig opnum við rými fyrir innsýn, sjálfstengingu og tengsl við heildina.

Qigong er ævaforn iðkun sem sameinar hreyfingu, öndun og einbeitingu. Eins konar hreyfihugleiðsla sem nærir líkama og huga, kallar fram innri ró og stillir okkur inn fyrir daginn.

Við ljúkum stundinni með gongheilun og nærandi tónum sem styðja jafnvægi og vellíðan inn í daginn.