OPIÐ STÚDÍO

16 September 2024 • 10:00 - 12:00
María Carrasco
María er dansari & sjúkraþjálfari sem sérhæfir sig í heildrænni kvenheilsu, andlegri & líkamlegri, tengt meðgöngu, fæðingu & tíðarhringrásinni. María er Yoga Nidra kennari & meðferðaraðili í höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð. Í sinni kennslu leggur María áherslu á að dýpka tengingu við líkama og sál í gegnum sjálfsást og valdeflingu og leiðir athafnir með dansi, líkömnun (e. embodyment), tónlist, hugleiðslum, djúpslökun og samhljómi.

Description

Opið studio er þögult rými til iðkunar á eigin forsendum. Aðgangur að sal, spilum og búnaði til þess að iðka með sjálfum sér. Kakó og tebolli í boði. Aðgangur kostar 1500 kr