Páskadekur

21 April 2025 • 16:00 - 17:00
Kristjana Jokumsen

Description

Þessi tími er tileinkaður andartaki líðandi stundar. Þar sem við gefum okkur andrými og mildi í eigin garð.

Við byrjum á því að leita innávið með kakó við hjarta í leiddri hugleiðslu. Finnum, heyrum, sjáum og metum hvers líkaminn þarfnast í flæðinu á þessari stundu. Förum þaðan yfir í léttar yin jóga stöður þar sem við endum á tónferðalagi í shavasana stöðu. Spilað verður á trommu, gong og skálar.

Komdu eins og þú ert. Öll velkomin🤍