Árshátíð Móa Waitlist

10 May 2025 • 17:00 - 22:30
Lára Rúnarsdóttir
Lára er eigandi MÓA studio er tónlistarkona, frumkvöðull & meðferðaraðili í höfuðbeina & spjaldhryggjarjöfnun. Lára er jógakennari, tónheilari & nemi í NA-Shamanisma. Hún er með meistaragráðu í kynjafræðum & er einn stofnanda KÍTÓN, félags kvenna í tónlist. Lára hefur gefið út 6 sólóplötur & fékk íslensku tónlistarverðlaunin fyrir lag sitt Altari árið 2020. Lára er annar meðlimur hljómsveitarinnar SILVRA, ásamt Arnari Guðjónssyni, en tónlist SILVRU er spiluð í Retreat Spa Bláa Lónsins. Lára leggur áherslu á jóga, sjálfsvirðingu, sjálfsmildi, valdeflingu, söng, spuna & líkamsvirðingu í sinni kennslu.

Description

Árshátíð og vorfögnuður Móa Studio fyrir kennara og iðkendur (þá sem hafa komið oft eða eru ennþá á leiðinni) fer fram laugardaginn 10. maí heima í Móum, Bolholti 4.

Dagskráin:
17.00 kakósermóníugaldrar kennara Móa
18.00 Möntrusession með Láru, Arnari, Guðna og gestum
19.30 Dýrindis vegan hlaðborð eftir Mæðgurnar, þær Hildi Ársæls & Sollu Eiríks
21.00 Danspartý með Benna B-Ruff
22.00 Slökun
* dagskrá getur breyst lítillega eftir stemningu

Viðburðurinn er áfengis og vímuefnalaus & biðjum við fólk að virða það.

Verð: 15.900.-
Takmarkað pláss í boði.

JIIIIMINNEINI HVAÐ VERÐUR GAMAN!!!!