TEYGJUR & SLÖKUN

10 September 2025 • 17:45 - 19:00
Unnur Elisabet Gunnarsdottir

Description

Teygjur og slökun er tími sem sameinar mjúkar yogateygjur, meðvitaða hreyfingu og hugleiðslu. Við leggjum sérstaka áherslu á bak og mjaðmir – svæði sem safna oft spennu og stífleika í daglegu lífi.
Með markvissum teygjum verður líkaminn mýkri, liðleiki eykst og hreyfingin verður frjálsari. Við vinnum jafnframt með milda virkjun í kviðnum til að styðja við bakið og skapa heilbrigðan grunn fyrir jafnvægi og styrk.
Tíminn endar á djúpri slökun og hugleiðslu þar sem þú færð að sleppa tökunum, róa hugann og endurnærast. Þetta er stund sem nærir bæði líkama og sál – og þú gengur út með léttleika og frjálsari hreyfingu.