JÓGA NIDRA

25 September 2025 • 10:00 - 11:00
Benedikt Freyr Jónsson

Description

Jóga Nidra, oft kallað jógískur svefn, er leiðbeinandi djúpslökun þar sem þú liggur þægilega og fylgir mjúkri rödd í ferð inn á við. Í þessu ástandi fær líkaminn tækifæri til að slaka algerlega á, á meðan meðvitundin heldur áfram að vaka.

Rannsóknir sýna að Jóga Nidra getur dregið úr streitu, bætt svefn, styrkt einbeitingu og gefið djúpa hvíld sem jafnast á við marga tíma af svefni. Það er aðferð sem hentar öllum, óháð aldri eða reynslu af jóga.

Þetta er gjöf til líkama, hugar og sálar – augnablik kyrrðar í hraða dagsins.

Tíminn hefst á kakó/te