DANS
12 September 2025 •
17:45 - 19:00
María Carrasco
María er dansari & sjúkraþjálfari sem sérhæfir sig í heildrænni kvenheilsu, andlegri & líkamlegri, tengt meðgöngu, fæðingu & tíðarhringrásinni. María er Yoga Nidra kennari & meðferðaraðili í höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð. Í sinni kennslu leggur María áherslu á að dýpka tengingu við líkama og sál í gegnum sjálfsást og valdeflingu og leiðir athafnir með dansi, líkömnun (e. embodyment), tónlist, hugleiðslum, djúpslökun og samhljómi.
Description
Flæðandi yoga-æfingar, kröftugar öndunaræfingar og spunadans. Hvert og eitt fær frelsi til að fara sína eigin leið með því að tengjast líkamanum, efla ímyndunaraflið og hlusta á innri takt með skynjun að leiðarljósi.
Áhersla er á að finna frelsið í flæðinu, losa um spennu, bæta liðleika og úthald, beita sprengikrafti, finna sátt í eigin líkama og fá útrás í öruggu andrúmslofti.
Í þessum tíma er allt leyfilegt og ekkert rétt eða rangt. Tíminn endar á möntrusöng, hugleiðslu og slökun.
Boðið er upp á kakó og te í timanum.
Áhersla er á að finna frelsið í flæðinu, losa um spennu, bæta liðleika og úthald, beita sprengikrafti, finna sátt í eigin líkama og fá útrás í öruggu andrúmslofti.
Í þessum tíma er allt leyfilegt og ekkert rétt eða rangt. Tíminn endar á möntrusöng, hugleiðslu og slökun.
Boðið er upp á kakó og te í timanum.