KUNDALINI JÓGA

14 February 2026 • 09:30 - 10:30
Lára Rúnarsdóttir
Lára er eigandi MÓA studio er tónlistarkona, frumkvöðull & meðferðaraðili í höfuðbeina & spjaldhryggjarjöfnun. Lára er jógakennari, tónheilari & nemi í NA-Shamanisma. Hún er með meistaragráðu í kynjafræðum & er einn stofnanda KÍTÓN, félags kvenna í tónlist. Lára hefur gefið út 6 sólóplötur & fékk íslensku tónlistarverðlaunin fyrir lag sitt Altari árið 2020. Lára er annar meðlimur hljómsveitarinnar SILVRA, ásamt Arnari Guðjónssyni, en tónlist SILVRU er spiluð í Retreat Spa Bláa Lónsins. Lára leggur áherslu á jóga, sjálfsvirðingu, sjálfsmildi, valdeflingu, söng, spuna & líkamsvirðingu í sinni kennslu.
15 spots available

Description

Byrjum tímann á því að fá okkur kakó og fræðumst um kriyiu dagsins. Kriya er æfingaröð eða jógasett sem vinnur að ákveðnu markmiði. Það gæti verið fyrir ákveðin líffæri, orkustöðvar, sumar kriyr eru hannaðar sérstaklega fyrir taugakerfi. Eftir æfingaröðina förum við í slökun og tökum á móti áhrifunum og látum líkamann vinna úr þeim heilsusamlegu boðefnum sem við náðum að örva. Við endum svo ávallt á hugleiðslu.
Ath æfingasettin og hugleiðslurnar eru ótalmargar og ásetningur tímanna með þó uppsetning sé með svipuðu sniði.