Samvera með áherslu á skrif

17 May 2022 • 12:00 - 13:00
Kristín Þórsdóttir
Kristín Þórsdóttir og er stofnandi og eigandi Eldmóðurs fræðsluseturs ehf. Hún starfar þar sem vottaður markþjálfi og kynlífsmarkþjálfi. Kristín hefur haldið marga fyrirlestra og námskeið og er hennar helsti ástríða hvernig við getum tengst okkur sjálfum og líkama okkar á dýpri hátt. Einnig er hún með menntun í NA-shamanisma.

Description

Frábær leið til þess að öðlast skýrleika er að skrifa. Frjáls og óritskoðuð skrif til þess að komast nær því hvað það er sem við viljum velja í lífinu. Tíminn hefst á hugleiðslu og léttum spuna æfingum til þess að tendra á sköpunarkraftinum og ögra hömlum & hugmyndum hugans. Einnig að skoða regluverkið innra með okkur með þeim ásetningi að opna hjartað & leyfa því að ráða för. Þaðan förum við inn í takmarkalaus skrif, hver og einn á sinn hátt, og endum í slökun. Við hefjum tímann á 100% hreinu kakó eða móate.