Jóga & Öndun
21 December 2022 •
12:00 - 13:00
Brynja Gunnarsdóttir
Brynja er tannlæknir og er auk þess með menntun í jóga nidra, kundalini jóga, yin jóga & hefur um langt skeið kennt meðgöngujóga. Hún hefur sótt ýmis námskeið og viðburði tengda jóga, öndun og hugleiðslu og þykir gaman að bæta við sig þekkingu í jógafræðunum og deila því áfram eftir að hafa upplifað það í eigin skinni hvernig jóga getur aukið vellíðan, róað hugann & minnkað streitu. Fyrir utan vinnu og jóga er mitt aðaláhugamál göngur og finnst mér fátt betra en að komast í góða fjallgöngu. Brynja leggur áherslu á tengingu við líkamann í gegnum jóga, hugleiðslu og tónheilun í tímunum sínum.
Description
Við eigum það til í hraða samfélagsins að hreyfa okkur af mikilli ákefð. Stundum þannig að við hunsum merki líkamans og förum yfir mörk hans. Í samveru með áherslu á líkamann æfum við okkur að hlusta á, virða og elska líkamann eins og hann er. Þannig þjálfum við betri tengsl við hann í allri iðju og iðkun sem við tökum okkur fyrir hendur. Við styðjumst við hugleiðslu, öndunaræfingar, mjúka hreyfingu með sérstakri áherslu á öndun & öndunaræfingar. Við hefjum tímann á 100% hreinu kakó eða móate sem inngang að dýpri hlustun og næringu.