Fögnuður

2 December 2022 • 12:00 - 13:00
Áróra Helgadóttir
Áróra lauk yogakennaranámi hjá Ástu Arnardóttur í Yogavin & framhalds yogakennaranám hjá Julie Martin á Indlandi. Hún hefur kennt jóga & hugleiðslu fyrir unglinga í grunnskóla, starfsfólk Forsætisráðuneytisins, Hagstofu Íslands, tekið að sér kennslu á ýmsum retreat námskeiðum, o.fl. Ýmsar aðferðir og réttindi hafa bæst í verkfæratöskuna síðustu árin, s.s. markþjálfun, yoga nidra djúpslökun, tilfinningavinna o.fl.

Description

Hér heiðrum við áttirnar og vættirnar í ósk um vernd, frið og öryggi. Við tengjumst fögnuðinum, hver og einn á sinn hátt, óháð því hvar við erum stödd í lífinu. Alltaf er hægt að finna neista fögnuðar sem við sameinumst um fyrir dýpri tengsl og sterkari samhljóm. Tónlistin, kyrrðin og slökunin er aldrei langt undan. VIð hefjum stundina á kakóbolla eða móatei.