Qiflow & Tónheilun

15 April 2024 • 12:00 - 13:00
Aldís S Sigurðardóttir
Aldís S. Sigurðardóttir er nálastungufræðingur, qigong kennari og jógakennari. Hún stundaði nám í London þar sem hún öðlaðist BSc í nálastungum og hefur unnið við það í yfir áratug. Með nálastungum, qigong, jóga og tónheilun sameinar hún ýmis meðferðarform og nýtir það í sínum einka- og hópmeðferðum.

Description

Í QiFlow tímunum nýtum við austurlenska þekkingu til þess að hjálpa okkur að tengja inn á við og halda eða öðlast meira jafnvægi. Tímarnir byrja í ró með kakóbolla en þaðan færum við okkur í hreyfandi hugleiðslu og nýtum líkamann og ásetning til að losa um staðnaða orku með flæðandi hreyfingum.
Stuðst er við qigong, hugleiðslu, öndunaræfingar og QiFlow sem eru nokkurskonar endurteknar flæðandi hreyfingar. Einnig fléttast austurlensk fræði inn í tímana með þrýstipunktum, sjálfsnuddi og hljóðlosun ásamt fleiru sem hjálpar til að öðlast jafnvægi. Tíminn endar á slökun og tónheilun.