Kakókraftur

22 July 2024 • 12:00 - 13:00
Áróra Helgadóttir
Áróra lauk yogakennaranámi hjá Ástu Arnardóttur í Yogavin & framhalds yogakennaranám hjá Julie Martin á Indlandi. Hún hefur kennt jóga & hugleiðslu fyrir unglinga í grunnskóla, starfsfólk Forsætisráðuneytisins, Hagstofu Íslands, tekið að sér kennslu á ýmsum retreat námskeiðum, o.fl. Ýmsar aðferðir og réttindi hafa bæst í verkfæratöskuna síðustu árin, s.s. markþjálfun, yoga nidra djúpslökun, tilfinningavinna o.fl.

Description

Skemmtilegar og fjölbreyttar jógaæfingar með öndun, möntrum og dansi. Djúp hlustun og tenging við líkamann, leikgleðina og kraftinn innra. Hver fylgir sínum takti.

Í kakókrafti er áhersla lögð á að finna frelsið í hreyfingum, losa um spennu, bæta liðleika og úthald og efla tengsl við líkamann.

Tíminn hefst á hugleiðslu með kakó og íslensku jurtate og endar á slökun.