Möntrur
25 April 2023 •
12:00 - 13:00
Áróra Helgadóttir
Áróra lauk yogakennaranámi hjá Ástu Arnardóttur í Yogavin & framhalds yogakennaranám hjá Julie Martin á Indlandi. Hún hefur kennt jóga & hugleiðslu fyrir unglinga í grunnskóla, starfsfólk Forsætisráðuneytisins, Hagstofu Íslands, tekið að sér kennslu á ýmsum retreat námskeiðum, o.fl. Ýmsar aðferðir og réttindi hafa bæst í verkfæratöskuna síðustu árin, s.s. markþjálfun, yoga nidra djúpslökun, tilfinningavinna o.fl.
Description
Áhrif söngs er mikill á líkamann, taugakerfið, huga og anda. Mantra þýðir frelsi hugans og er ótrúlega öflug leið til þess að komast í hugleiðsluástand og ferðast handan takmarkana hugans, út úr áhyggjum og ótta og inn í æðruleysi og frelsi. Kyrjaðar verða frumsamdar möntrur ásamt möntrum frá öllum heimshornum. Við fáum tækfæri til að skoða okkar eigin hugsanamynstur sem og ferðumst út úr þeim í átt að meira frelsi. Við styðjumst einnig við spuna og aðrar raddæfingar. Tíminn hefst á kakó eða móa tei og endar á djúpslökun.