Mjúkt Jóga & Möntrur
19 March 2024 •
17:30 - 18:30
Áróra Helgadóttir
Áróra lauk yogakennaranámi hjá Ástu Arnardóttur í Yogavin & framhalds yogakennaranám hjá Julie Martin á Indlandi. Hún hefur kennt jóga & hugleiðslu fyrir unglinga í grunnskóla, starfsfólk Forsætisráðuneytisins, Hagstofu Íslands, tekið að sér kennslu á ýmsum retreat námskeiðum, o.fl. Ýmsar aðferðir og réttindi hafa bæst í verkfæratöskuna síðustu árin, s.s. markþjálfun, yoga nidra djúpslökun, tilfinningavinna o.fl.
Description
Tíminn hefst á 100% hreinu súkkulaði þar sem við stillum okkur inn á við og leyfum kakóplöntunni að umvefja okkur og leiðbeina. Eftir það taka við mjúkar en áhrifaríkar jógaæfingar sem undirbúa röddina og líkamann fyrir möntrusöng. Möntrusöngur er mjög áhrifarík iðkun til að finna fyrir meiri vellíðan og upplifa samhljóm. Iðkendur kynnast og læra inn á eigin rödd í gegnum aldagamla texta á Sanskrit og stundum íslensku. Í samsköpun verður til einstakt rými þar sem möntrusöngurinn fær að hreyfa mjúklega við staðnaðri orku og losa um stíflur í líkama og taugakerfi. Tíminn endar á stuttri slökun.